
Það er mér mikið ánægjuefni að segja frá því að Vasaskrímslaverkefnið var eitt af þeim 35 verkefnum sem fékk styrk úr samfélagsstyrksjóði Landsbankans í ár. Var styrkurinn veittur verkefninu í flokknum menntamál, rannsóknir og vísindi.
Styrkurinn verður notaður til að fjármagna Vasaskrímsla bókagjöf fyrir 169 grunnskóla á landinu sem sendur verður víðsvegar um landið í Mars mánuði 2025.
Samfélagsstyrkjum Landsbankans er ætlað að styðja mannúðar- og líknarmál, menntamál, rannsóknir og vísindi, forvarnar- og æskulýðsstarf, umhverfismál og náttúruvernd og verkefni á sviðum menningar og lista.
Ég er mjög glaður og þakklátur að hafa fengið þennan styrk og viðurkenningu á ágæti verkefnisins frá Landsbankanum.
Takk!
Sjá nánari umfjöllun á landsbankinn.is
https://www.landsbankinn.is/frettir/2024/12/20/samfelagssjodur-landsbankans-styrkir-35-verkefni?