Vasaskrímslin, einnig þekkt sem Pokémon, komu í heimsókn til Íslands og urðu svo hrifin af landinu okkar og öllum Íslendingum að þau lærðu íslensku og völdu sér öll íslensk nöfn
Nú vilja þau ólm kynnast öllum krökkunum á Íslandi betur og spjalla við þau á íslensku um heim Vasaskrímslanna.
Vasaskrímslin á íslensku eru ætluð öllu eldheitu áhugafólki um vasaskrímsli. Efnið hentar sérstaklega vel börnum á aldrinum 6 til 13 ára.
Vasaskrímslin á íslensku, eða íslenska Vasaskrímslaverkefnið, er samfélagsverkefni sem hefur það að leiðarljósi að styrkja og styðja við læsi ungra Íslendinga með því að veita börnum aðgang að lestrarefni á íslensku um Vasaskrímslin.
Mikil vinna er lögð í að gera þýðingarnar og íslenska textann sem fylgir hverju Vasaskrímsli í senn skemmtilegan og krefjandi fyrir lesendur.
„Börnin eru mjög áhugasöm. Þau eru spennt að halda áfram með bækurnar og það sem er best að þessi einfaldi texti hefur gefið svo mikið tækifæri til að vinna með orðaforða. Við höfum talað mjög mikið um orðin og velt þeim fyrir okkur.“.
~ Kennari í sérkennslu í Reykjavík
„Ég er með drengi sem hafa ekki sýnt lestri neinn áhuga en eru mjög spenntir fyrir þessum bókum. Það sem er jákvætt er að þeir spyrja um þýðingu orðanna því í fyrsta sinn þá langar þá að skilja textann sem þeir eru að lesa almennilega“.
~ Grunnskólakennari í öðrum bekk í Reykjavík
„Við erum ótrúlega spennt að fá að nýta okkur Vasaskrímslin í starfinu okkar í vetur“.
~ Starfsmaður í barnastarfi frístundaheimila í Reykjavík
„Ég er með einn dreng sem hefur ekki viljað lesa neitt og er mjög slakur í lestri. En hann er í fyrsta sinn spenntur yfir lestrinum og spyr mig um öll orðin sem hann skilur ekki og er uppnuminn yfir Vasaskrímslabókunum“.
~ Grunnskólakennari í þriðja bekk í Reykjavík
„Hrós fyrir að hafa haft frumkvæði að þessu skemmtilega verkefni. Það er sannarlega mikilvægt að hafa efnið á íslensku“.
~ Starfsmaður fræðslu- og frístundasviðs
Skráðu þig til að vera með þeim fyrstu til að fá sendar tilkynningar um nýjar vörur, tilboð eða annað áhugavert úr heimi íslensku Vasaskrímslanna.