Persónuverndarstefna

Uppfært 20. júlí 2024

personuvernd@vasaskrimsli.is

K65 ehf. (K65, eigandi vasaskrimsli.is), Kambasel 65, 109 Reykjavík kt. 630322-1030 ber ábyrgð á vinnslu og meðferð persónuupplýsinga sem unnið er með í starfsemi félagsins og telst því ábyrgðaraðili að vinnslunni samkvæmt lögum um persónuvernd.

Per­sónu­vernd­ar­stefna þessi er sett í þeim til­gangi að veita skráð­um ein­stak­ling­um, hér eft­ir nefnd­ir „ein­stak­ling­ar“ eða einfaldlega „þú“, upp­lýs­ing­ar um það hvernig K65 vinn­ur með per­sónu­upp­lýs­ing­ar. K65 leggur mikla áherslu á að öll vinnsla upplýsinga sem varða þig sé eins vönduð og kostur er á. Með það í huga höfum við sett okkur reglur um vinnslu persónuupplýsinga sem er ætlað að tryggja að starfsmenn okkar vinni samkvæmt persónuverndarlögum og í samræmi við góða viðskiptahætti.

Meg­in­til­gang­ur með vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga hjá K65 á vasaskrimsli.is er að veita þér þjón­ustu tengda vörum og þjónustu vefsvæðisins.

Hvað eru per­sónu­upp­lýs­ing­ar?

Per­sónu­upp­lýs­ing­ar eru upp­lýs­ing­ar sem beint eða óbeint má rekja til þín. Með því er m.a. átt við nafn, kennitölu, heim­il­is­föng, stað­setn­ing­ar­gögn, net­föng, síma­núm­er, netauð­kenni s.s. IP töl­ur, mynd­ir, mynd­skeið og not­enda­nöfn.

Við­kvæm­ar per­sónu­upp­lýs­ing­ar eru m.a. heilsu­far­s­upp­lýs­ing­ar, stjórn­mála­skoð­an­ir, trú­ar­brögð, erfða- og líf­kenna­upp­lýs­ing­ar.

Með vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga er átt við að­gerð eða röð að­gerða þar sem unn­ið er með per­sónu­grein­an­leg­ar upp­lýs­ing­ar hvort sem það er hand­virkt eða ra­f­rænt.

Hvaða per­sónu­upp­lýs­ing­ar er unnið með

K65 vinn­ur fyrst og fremst með per­sónu­upp­lýs­ing­ar sem þú gefur upp s.s. við pöntun á vörum eða þjónustu af síðunni og ef þú skilur eftir þig athugasemdir við fréttir og aðrar færslur. Í þeim tilvikum gefur þú þá upp al­menn­ar per­sónu­upp­lýs­ing­ar s.s. nafn, kenni­tölu og heim­il­is­fang sem nauðsynlegar eru til úrvinnslu beiðnar þinnar.

Heim­ild­ir K65 til vinnslu upp­lýs­ing­anna byggja einkum á ákvæð­um laga nr. 90/2018 um per­sónu­vernd varð­andi sam­þykki hins skráða fyr­ir vinnslu, nauðsyn til að efna samn­ing við hinn skráða, til að gæta lög­mætra hags­muna og laga­skyldu sem hvíl­ir á fé­lag­inu.

Vefkökur

Vefsvæðið vasaskrimsli.is vista í sumum tilvikum vefkökur í tölvu eða á snjalltæki þínu. Vefkökur eru litlar textaskrár sem geyma upplýsingar til að greina notkun á vefsvæðum K65 og bæta upplifun. Vefkökur eru einnig notaðar til að sníða vefsvæðið að þínum þörfum, t.d. til að stuðla að virkni síðunnar, vista stillingar þínar, vinna tölfræðilegar upplýsingar, greina umferð um vefsvæðin og í markaðslegum tilgangi.

Vefsvæðið vasaskrimsli.is notar engar kökur frá Google, Facebook, Instagram eða öðrum álíka auglýsinga- og samfélagsmiðlafyrirtækjum.

K65 vinnur með ólíkar tegundir af vefkökum á vefsvæðum sínum. Svokallaðar setukökur (e. session cookies) eyðast almennt þegar notandi fer af vefsvæðinu. Viðvarandi kökur vistast hins vegar á tölvu notanda eða tæki og muna aðgerðir þínar eða val á vefsvæðum.

Nauðsynlegar vefkökur eins og tölfræðikökur og virknikökur virkja eiginleika á vefsvæðum K65 sem eru forsenda fyrir notkun vefsvæðanna svo hægt sé að nota þau eins og til er ætlast og er því ekki krafist samþykkis fyrir notkun þeirra heldur byggja þær á lögmætum hagsmunum K65. Nauðsynlegar vefkökur eru oftast setukökur frá fyrsta aðila sem eru eingöngu notaðar af K65.

Þriðju-aðila kökur eru til komnar vegna þjónustu sem K65 kaupir af þriðja aðila t.d. greiningar- og heimsóknarkökur. Með því getur K65 aðlagað vefsvæðin betur að þörfum notenda, greint notkun vefsvæða betur.

  • Fjölda gesta, fjölda heimsókna frá gestum, dags- og tímasetningu heimsóknar
  • Hvaða síður innan vefsvæða eru skoðaðar og hversu oft
  • Tegund skráa sem eru sóttar af vefsvæðunum
  • Hvaða tæki, stýrikerfi eða tegund vafra er notað til skoðunarinnar
  • Hvaða leitarorð úr leitarvélum vísa á vefsvæðin

Þriðju-aðila vefkökur senda upplýsingar um þig til annars vefsvæðis í eigu þriðja aðila, í okkar tilviki statcounter.com.

Miðl­un per­sónu­upp­lýs­inga til þriðja að­ila

K65 miðl­ar ekki per­sónu­upp­lýs­ing­um til þriðja að­ila í öðr­um til­gangi en þeim sem nauð­syn kref­ur til að fé­lag­ið geti upp­fyllt skyld­ur sín­ar og samn­inga eða í öðr­um lög­mæt­um til­gangi.

K65 kann að miðla per­sónu­upp­lýs­ing­um þín­um til þriðju að­ila, svo sem þjón­ustu­að­ila sem veita K65 þjón­ustu á sviði umbrots, prentunar, tölvupóstsendinga eða póstdreifingar. Heim­ild­ir til vinnslu byggja á lög­mæt­um hags­mun­um K65 og nauð­synj­um til að upp­fylla samn­ing.

Sem dæmi má nefna að K65 notast við þjónustur frá Brevo við útsendingu fréttabréfa í tölvupósti. Með því að skrá þig í vasaskrímslaklúbbinn á vasaskrimsli.is þá gengstu við því að þær persónuupplýsingarnar sem nauðsynlegar eru til að senda þér póst (nafn og tölvupóstfang) séu vistaðar og meðhöndlaðar af tölvukerfum Brevo, hér getur þú lesið persónuverndar stefnu Brevo.

Per­sónu­upp­lýs­ing­ar kunna að vera af­hent­ar þriðja að­ila ef þess er kraf­ist á grund­velli við­eig­andi laga eða reglna, svo sem til stjórn­valda eða dóm­stóla.

Rétt­indi hins skráða

Þú átt rétt á að fara fram á að fá að­gang að per­sónu­upp­lýs­ing­um þínum, þó með þeim tak­mörk­un­um sem lög nr. 90/2018 gera ráð fyr­ir. Þú átt rétt á af­riti af upp­lýs­ing­um og get­ur ósk­að eft­ir þeim með því að senda tölvupóst á K65 í personuvernd@vasaskrimsli.is.

Ein­stak­ling­ar hafa rétt til að and­mæla vinnslu, flytja eig­in gögn og draga sam­þykki sitt til vinnslu til baka. Vegna eðl­is starf­semi K65 á vefsvæðinu vasaskrimsli.is bygg­ir samn­ings­sam­band á réttri upp­lýs­inga­gjöf og get­ur aft­ur­köll­un sam­þykk­is því jafn­gilt upp­sögn samn­ings eða hindr­að vinnslu og afhendingu vörupöntunar eða endurgreiðslu.

Ein­stak­ling­ar eiga rétt á leggja fram kvört­un um vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga til K65 og/eða til Per­sónu­vernd­ar.

Öryggi persónuupplýsinga

Persónuupplýsingar þínar eru varðveittar í öruggu umhverfi í gagnaverum í Manchester á Bretlandi. Gagnahýsingaraðili K65 ver upplýsingarnar fyrir óheimilum aðgangi, misnotkun eða miðlun. K65 notar hugbúnað, stjórnkerfi og gagnageymslur sem vottaðar eru samkvæmt stöðlunum ISO 27001:2013 og PCI-DSS.

Því miður er engin þjónusta eða hugbúnaður samt fullkomlega örugg. Hafðu samband við K65 við fyrsta tækifæri ef þú hefur áhyggjur af því að persónuupplýsingar þínar séu í hættu eða telur að einhver hafi komist yfir lykilorðið þitt eða aðrar upplýsingar með því að senda tölvupóst á personuvernd@vasaskrimsli.is.

Ef upp kemur öryggisbrestur hjá K65 eða vinnsluaðilum K65 sem hefur áhrif á þig munum við upplýsa þig um slíkt eins og lög gera ráð fyrir.