Sérstakar þakkir

Íslenska Vasaskrímslaverkefnið er ekki rekið í hagnaðarskyni (e. non-profit).

Öll vinna við það er unnin í sjálfboðastarfi með það að markmiði að styðja við lestrarnám barna. Enginn ágóði er af vinnunni eða útgáfunni og allt efni því tengt er selt á kostnaðarverði.

Margir aðilar hafa þegar lagt sitt af mörkum til að gera verkefnið að veruleika, bæði fyrirtæki og einstaklingar.

Sérstakar þakkir

Án Björgvins og allra í Háskólaprent hefði ekkert af þessu nokkurntíman orðið að veruleika. Mínar hjartans þakkir fyrir að taka þátt í verkefninu með mér af heilhug, fyrir vinnu og fjárframlög, fyrir góðar hugmyndir, þolinmæði og þrotlausan vilja til að gera þetta verkefni eins flott og mögulegt er.

Arnar Tómas Valgeirsson: Fyrir að sá fyrsta fræinu og að gefa mér leyfi til að nota þýðingarvinnuna sína sem grunninn að nöfnum á tveimur fyrstu kynslóðum Vasaskrímslanna.

Darri og Eldar Sverrissynir fyrir að vera fyrstu rýnihópar á efninu og fyrir að veita mér þrotlausa aðstoð við heimildarvinnu í heimi Vasaskrímslanna.

Dröfn Vilhjálmsdóttir: Fyrir ómetanlega aðstoð við efnisvinnu og að koma mér í samband við allt það frábæra fólk sem hefur aðstoðað við verkefnið.

Herdís Snorradóttir og starfsfólk frístunda í Reykjavík: Fyrir að trúa á verkefnið og að veita góðar ráðleggingar og stuðning þegar verkefnið var að taka sín fyrstu skref.

Bjartey Sigurðardóttir og starfsfólk í frístunda og grunnskólastarfi Hafnarfjarðar: Fyrir góðar ráðleggingar og ómetanlegan stuðning við gerð lestrarbókanna.

Kennarar og starfsfólk Seljaskóla: Fyrir að prufukeyra efni og leiðbeiningar við gerð lestrarefnis fyrir grunnskóla.

Þórdís Steinarsdóttir: Fyrir prófarkalestur og aðstoð við að leiðrétta málfar, samræmi og orðanotkun.

Ásthildur Sigurðardóttir: Fyrir prófarkalestur og aðstoð við að rýna efnið og málnotkun.

Að ógleymdum öllum safnakennurum á skólabókasöfnum, kennurum og starfsfólki bókasafna víðsvegar um landið sem hafa lagt verkefninu lið beint og óbeint.

Styrktaraðilar

Styrktu lestrarbókagjöf til grunnskóla 2025

Styrktu sendingu lestrarbókagjafar 2025

Styrktu gerð námsefnis til íslenskukennslu 2025-2026