Allir sem koma að íslenska Vasaskrímslaverkefninu vonast til að tilvist þess og aðgengi að íslensku efni um Vasaskrímslin verði kveikjan hjá mörgum nemendum á lestri og stuðli að því að lestrarkunnátta aukist.
Við trúum á mikilvægi þess að gefa börnum, og þá sérstaklega drengjum, kost á að nálgast efni um Vasaskrímslin á íslensku. Þannig megi styðja við lestrarnám þeirra, virkja áhugahvötina með aðlaðandi og spennandi efni, og ná til barna sem glíma við bága lestrarfærni.
Framtíðarsýn íslenska Vasaskrímslaverkefnisins er að styðja við lýðræðislegt náms- og lærdómssamfélag. Verkefnið leggur áherslu á valdeflingu barna; að þau hafi val um fjölbreyttara efni sem nýta má til lestrarnámsins. Það er von okkar sem stöndum að verkefninu að með útgáfu þess takist að kveikja áhuganeistann á lestri og íslensku hjá fleiri börnum.
Hvaða efni er þegar til
- 1. kynslóðarbók 80+ bls, (4. – 8. bekk).
- 2. kynslóðarbók 60+ bls, (4. – 8. bekk).
- 10 lestrarbækur um Vasaskrímslin, 12 bls. (3. – 5. bekkur).
- 5 auðlesnar bækur (16 bls) um Vasaskrímslin (1. – 2. bekkur).
- Veggspjöld, 1. kynslóð.
- Smáspjald, 1. kynslóð.
Hvaða efni er fyrirhugað
Eftirfarandi er listi af Vasaskrímslaefni sem fyrirhugaður er fyrir næstu skólaár. Þetta er einungis áætlun og er ekki bindandi. Atriði á þessum lista geta breyst fyrirvaralaust.
Ágúst 2024 til Maí 2025
- 10 lestrarbækur (12 bls) um Vasaskrímslin (3. – 5. bekkur).
- Skrift, umbrot og hönnun lokið. Ekki komið í prentun.
- 3. kynslóðarbók (80+ bls) (stór bók fyrir 4. – 8. bekk).
- 15 auðlesnar bækur um Vasaskrímslin (1. – 2. bekkur)
- Verkefnahefti (skriftaræfingar) fyrir 2. til 3. bekk.
- Verkefnahefti (lesskilningur) fyrir 4. til 5. bekk
- Smáspjöld, 2. og 3. kynslóð
Ágúst 2025 til Maí 2026
- 4. kynslóðarbók (stór bók fyrir 4. – 8. bekk)
- 20 lestrarbækur um Vasaskrímslin (3. – 5. bekkur)
- 15 auðlesnar bækur um Vasaskrímslin (1. – 2. bekkur)
- Verkefnahefti (lesskilningur) fyrir 4. til 5. bekk
- Verkefnahefti (skriftaræfingar) fyrir 2. til 3. bekk.
- Smáspjald, 4. kynslóð
Ágúst 2026 til Maí 2027
- 5. kynslóðarbók (stór bók fyrir 4. – 8. bekk)
- 20 lestrarbækur um Vasaskrímslin (3. – 5. bekkur)
- 10 auðlesnar bækur um Vasaskrímslin (1. – 2. bekkur)
- Smáspjald, 5. kynslóð
Framtíðarverkefni
- 6., 7., 8. og 9. kynslóðarbækur. (4. – 8. bekk)
- Smáspjöld (6., 7., 8. og 9. kynslóð).
- Fleiri tegundir af veggspjöldum.
- Stór alfræðiorðabók um Vasaskrímslin (5. – 10. bekkur).
- Foreldra- og kennarahefti fyrir lestrarbækur.
- Stafræn verkefni/gagnvirkni á vef Vasaskrímslanna (6. til 10. bekkur)
