
Íslenska Vasaskrímslaverkefnið er í umsjá
K65 ehf., kt. 630322-1030
Vasaskrímslin á íslensku, eða íslenska Vasaskrímslaverkefnið, er samfélagsverkefni sem hefur það að leiðarljósi að styrkja og styðja við læsi ungra Íslendinga og þá sérstaklega ungra íslenskra drengja með því að veita þeim aðgang að lestrarefni á íslensku um Vasaskrímslin.
Vasaskrímslin (e. Pokemon) eru gríðarlega vinsæl á Íslandi í formi tölvuleikja, teiknimynda og spilaspjalda. Ekkert efni er til um þessar fígúrur á íslensku og er allt efni í boði fyrir íslensk börn á ensku eða japönsku.
Íslenska Vasaskrímslaverkefnið er viðbragð við nýjum og gömlum fréttum af bágri lestrar stöðu nemenda í grunnskólum landsins (og þá sérstaklega drengja). Þetta ástand er stórt samfélagslegt vandamál sem við sem þjóðfélag verðum öll að leggjast á eitt um að bæta úr.
Meðfylgjandi eru vísanir í nýlegar umræður í fréttamiðlum sem tengjast beint markmiði íslenska Vasaskrímslaverkefnisins
- Galið að útgáfa barnabóka sé háð markaðsöflum
- Staða drengja – áskoranir og möguleikar
- Meiri lestur og áhugavert námsefni bæti lesskilning
- Börnin kunna jafnvel enga bókstafi
- Börn og bókasnobb fara ekki vel saman
- Staða drengja í menntakerfinu
- Könnun meðal drengja á miðstigi á Akureyri
- SKÓLASLIT – einstök lestrarupplifun

“Þjóðfélag dafnar þegar eldri kynslóðir planta trjám vitandi að þau muni ekki sitja í skugganum af þeim sjálf.”
Upphaf verkefnisins & markmið
Íslensku Vasaskrímslin er verkefni sem Sverrir Sigmundarson hóf sumarið 2024 sem leið til að vinna á móti þeim vanmætti sem hann upplifði sem foreldri þriggja drengja í tengslum við bága lestrar stöðu drengja á Íslandi.
Verkefninu er ætlað að svara kalli bókasafnsvarða grunnskóla um að fá efni á íslensku um Pokemon fígúrurnar en það efni er sérstaklega vinsælt meðal drengja í grunnskólum.
Verkefnið snýst um það að útbúa fjölbreytt áhugadrifið íslenskt lestrarefni um Vasaskrímslin. Fylgir það niðurstöðum kannana 1,2,3,4,5 sem gerðar hafa verið á Íslandi þar sem kemur fram grunnskóladrengir eru líklegri til að lesa meira ef efnið vekur áhuga þeirra og er innan þeirra áhugasviðs.
Efnið er unnið með góðfúsri hjálp og í samstarfi við lestrarsérfræðinga í grunnskólum í Breiðholti og Hafnarfirði auk fjölda annara sjálfboðaliða sem koma að verkefninu að hugsjón.
Markmið verkefnisins er að
- Styðja við lestur barna í 1. – 4. bekk í grunnskóla með lestarbókum og auðlesnu efni.
- Styðja við áframhaldandi lestur barna í 5. til 8. bekk með stærri bókunum.
- Að vinna með efni sem börn hafa áhuga á í dag.
- Að búa til hvatningu fyrir börn til að sinna heimalestri.
- Að höfða sérstaklega til lesturs drengja.
Fjármálin
Íslensku Vasaskrímslin er samfélagsverkefni sem er ekki rekið í hagnaðarskyni (e. non-profit).
Öll vinna fyrir verkefnið er unnin í sjálfboðastarfi og með það að markmið að leggja okkar að mörkum við að styðja við lestrarnám íslenskra barna.
Einungis er boðið upp á að fá efnið prentað hjá Háskólaprent. Ekki er boðið upp á efnið á stafrænu formi. Öllum er veittur milliliðalaus aðgangur að því að panta efni beint frá prentsmiðjunni.
Allt efni sem boðið er til sölu er selt eins nálægt kostnaðarverði af prentsmiðju eins og mögulegt er. Enginn peningalegur ágóði er af þessu verkefni.
K65 ehf. kt. 630322-1030 hefur umsjá með verkefninu og ber ábyrgð á afurðum og fjármálum þess.

Hvaða efni er þegar til
- 1. kynslóðarbók 80+ bls, (4. – 8. bekk).
- 2. kynslóðarbók 60+ bls, (4. – 8. bekk).
- 10 lestrarbækur um Vasaskrímslin, 12 bls. (3. – 5. bekkur).
- 5 auðlesnar bækur (16 bls) um Vasaskrímslin (1. – 2. bekkur).
- Veggspjöld, 1. kynslóð.
- Smáspjald, 1. kynslóð.
Hvaða efni er fyrirhugað
Eftirfarandi er listi af Vasaskrímslaefni sem fyrirhugaður er fyrir næstu skólaár. Þetta er einungis áætlun og er ekki bindandi. Atriði á þessum lista geta breyst fyrirvaralaust.
Ágúst 2024 til Maí 2025
- 3. kynslóðarbók (80+ bls) (stór bók fyrir 4. – 8. bekk).
- 10 lestrarbækur (12 bls) um Vasaskrímslin (3. – 5. bekkur).
- 15 auðlesnar bækur um Vasaskrímslin (1. – 2. bekkur)
- Verkefnahefti (skriftaræfingar) fyrir 2. til 3. bekk.
- Verkefnahefti (lesskilningur) fyrir 4. til 5. bekk
- Smáspjöld, 2. og 3. kynslóð
Ágúst 2025 til Maí 2026
- 4. kynslóðarbók (stór bók fyrir 4. – 8. bekk)
- 20 lestrarbækur um Vasaskrímslin (3. – 5. bekkur)
- 15 auðlesnar bækur um Vasaskrímslin (1. – 2. bekkur)
- Verkefnahefti (lesskilningur) fyrir 4. til 5. bekk
- Verkefnahefti (skriftaræfingar) fyrir 2. til 3. bekk.
- Smáspjald, 4. kynslóð
Ágúst 2026 til Maí 2027
- 5. kynslóðarbók (stór bók fyrir 4. – 8. bekk)
- 20 lestrarbækur um Vasaskrímslin (3. – 5. bekkur)
- 10 auðlesnar bækur um Vasaskrímslin (1. – 2. bekkur)
- Smáspjald, 5. kynslóð
Framtíðarverkefni
- 6., 7., 8. og 9. kynslóðarbækur. (4. – 8. bekk)
- Smáspjöld (6., 7., 8. og 9. kynslóð).
- Fleiri tegundir af veggspjöldum.
- Stór alfræðiorðabók um Vasaskrímslin (5. – 10. bekkur).
- Foreldra- og kennarahefti fyrir lestrarbækur.
- Stafræn verkefni/gagnvirkni á vef Vasaskrímslanna (6. til 10. bekkur)
